Þökk sé föður mínum og þeirri staðreynd að ég ólst upp á Hvolsvelli, þá hef ég alltaf verið Víkingur. Og verð alltaf Víkingur.

Fyrir nokkrum árum gaf ég út ritin Berserk og Handóð en nú er ég hættur því. Síðan var ég um tíma annar vefstjóra opinberu Víkingssíðunnar, en er sloppinn við það núna. Ég stofnaði vikingur.info til að handboltinn fengi spjallsíðu en hún er frekar róleg.

Púðrið fer í að skemmta sér með Berserkjunum, loksins er Víkingur með almennilegan stuðningsmannaklúbb. Ég afsalaði mér formlega Berserks heitinu yfir til klúbbsins.