Berserkur


Miðvikudagur 4. júlí 1997

1.tbl 2.árg.

Ábm: Björn Friðgeir Björnsson


Berserkur mættur á ný

"Nú eru þrír leikir eftir í annarri deild og Víkingur er í bullandi séns að komast upp. Ef allir þrír vinnast þá mun Víkingur leika í fyrstu deild að ári."

Svona til að gleðja aðra Víkinga vil ég hefja þennan árgang Berserks á upphafsorðum nęst síðasta tölublaðs. Það tók að vísu eilítið lengri tíma en vonað var, en nú er Víkingur aftur kominn í 1. deild.

Það verður ekki annað sagt en að mikið 'deja vu' grípi um sig, ekki síst þar sem byrjunin er um mjög keimlík nú og hún var síðast þegar Víkingur lék í 1. deild. Fyrsti leikur tapast nokkuð illilega, annar leikurinn er markalaust jafntefli (eða því sem næst) og sá þríðji háðuleg útreið. (Valur 1-3, FH 0-0, og KR 2-7, fyrir gleymna).

Berserkur verður að lýsa því yfir að leikurinn á laugardaginn er sá alversti sem hann hefur nokkunr tímann séð Víking leika, eflaust ekki síst vegna ungs aldurs. (Ég slapp við árin fyrir '75) Ef einhver hélt að þetta gæti nú ekki orðið verra en það hefur verið undanfarin ár, ekki síst sumarið '93, þá hafði viðkomandi rangt fyrir sér.

Í kvöld er það Dalvík sem ætlar að sækja auðunninn feng í Víkina. Þeir hafa gert þrjú jafntefli í þrem leikjum, og búast við sigri. Tvö lið eru milli okkar og þeirra, Fylkir og Reynir. Það gæti orðið svo að það færi eftir því hvernig þeim tekst að tapa stigum hver niðurstaðan verður í haust. Það má kalla vonlaust að ætlast til að Víkingur bjargi sér upp á eigin spýtur.

Að lokum, þetta: Mér varð það ljóst að ég get hvorki andlega eða líkamlega staðið í að horfa á svona leik eins og Víkingur sýndi á laugardag. Því hef ég ákveðið að ef leikurinn í kvöld vinnst ekki, þá mun ég ekki fara aftur á Víkingsleik fyrr en leikur hefur unnist. Það má vel vera að einhverjum finnist slíkt uppgjöf og ef til vill hefði ég sjálfur látið mér slík orð um munn fara áður. En þegar frammistaðan á vellinum er eins og hún var á laugardaginn, þá eiga leikmenn ekki skilið minn stuðning.

Með von um breytingar og bætta frammistöðu (og Berserks útgáfu á Fylkisleiknum)

YfirBerserkur