Laugardagur 17. september 1994

Ábm: Björn Friðgeir Björnsson

Víkingur í 1. deild 1996!!!

Nú er síðasti leikdagur upp runninn og Víkingar standa frammi fyrir því að leika aftur í annarri deild að ári. Árangur liðsins í sumar verður að teljast viðunandi. Eftir útreiðina sem við fengum í fyrra hefði getað farið mun ver. Það er ekki hægt að líta annað en raunhæft á málin og sjá að ef Víkingar hefðu farið upp hefði fátt beðið óbreytts liðs annað en fall beint niður. Eins sést að þrátt fyrir marga góða leiki í sumar, þá hafa 5 af 6 leikjum gegn toppliðunum þremur tapast, sigurleikuinn í Víkinni gegn Grindavík er undantekningin. Meðan slíkir leikir tapast á Víkingur ekki erindi upp og kemst það heldur ekki.

Nú er hins vegar lag að búa vel fyrir næsta sumar. Árangurinn í sumar er góður undirbúningur fyrir næsta sumar þar sem aðeins eitt takmark er sett og einungis tvö sæti í deildinni ásættanleg, 1. eða 2. sætið og þar með 1. deildar sæti árið 1996. Þetta tekst ef allir Víkingar leggjast á eitt með stuðningi við liðið.

Leikurinn í dag er þýðingarlitill fyrir Víking, þó að það hljómi óneitanlegar betra að lenda í 4. sæti en 5. Á hinn bóginn má búast við ÍR-ingum í baráttuhug, þeir eru að berjast fyrir 2. deildar lífi sinu. Það er því við erfiðan andstæðing að etja og sigur í dag er því gott veganesti fyrir Víking fyrir baráttu næsta árs.

Að lokum vill útgefandi, ritstjóri, setjari, hönnuður, prentari og fjölritari Berserks þakka fyrir sumarið. Hann verður erlendis næsta árið eða svo og missir því af baráttunni næsta sumar að mestu leyti. Hins vegar er engin ástæða fyrir að útgáfa svona snepils falli niður og er skorað á Víkinga að einhver taki sig til og gefi út blað næsta sumar

I'll be back!